Auglýsingastofa

Aldeilis er alhliða auglýsingastofa sem sameinar afburða þekkingu á hefðbundnu markaðsstarfi og hinum nýja stafræna veruleika. Hvort sem það er heimasíða eða heilsíða. Markaðsgreining eða vinna með áhrifavöldum. Birtingar í Eurovision eða á Youtube. Logohönnun eða leitarvélarbestun.

Mörkun

Sem auglýsingastofa með stafrænan fókus leggur Aldeilis mikið upp úr áferðarfallegri og stílhreinni hönnun og við höfum einstakt lag á vörumerkjamörkun (e. branding). Það er í gegnum faglega unna mörkun vörumerkis og ímyndar sem fyrirtæki geta aðgreint sig frá samkeppninni og skapað sér markaðslegt forskot.