Skip to content

Category: Auglýsingar

Kirkjan

Myndskreyttur heimur Kirkjunnar. Aldeilis auglýsingastofa fékk hið bráðskemmtilega verkefni að myndskreyta páska- og sumarkveðju Kirkjunnar til íslensku þjóðarinnar. Svo mikið er víst að kveðjurnar skiluðu sér, enda fengu heilsíðurnar og kápan heilmikla athygli í þjóðfélaginu.

Ali matvörur

Í áralöngu samstarfi við Ali matvörur, hefur hönnunarteymi Aldeilis tekið þátt í útlitshönnun umbúða fyrir nýjar vörur og unnið endurmörkun á nokkrum af mest seldu vörum þeirra.

Vogabær

Vogaídýfur eru ástsælar ídýfur hjá Íslendingum. Hönnunarteymi Aldeillis klæddi dýfurnar í uppfærðan búning. Hönnunin var gerð með virðingu fyrir eldra útliti og auðkennilegri ásýnd leyft að skína í gegn. Á samfélagsmiðlum fékk Vogaídýfa litríka, grípandi og hressa ímynd. Njótið!

Aldeilis

Áherslur Aldeilis eru töluvert breyttar frá forvera þess, markaðsstofunni Hype. Okkur fannst mikilvægt að setja íslenskt nafn á stofuna og uppfæra ímyndina í takt við metnað og framtíðarsýn stofunnar. Einnig var lagt upp með að reyna að ná fram aðgreiningu sem og tengingu við húsnæðið okkar á Hverfisgötu, sem við fluttum inn í árið 2018.

Hlýja

Hlýja er ein stærsta tannlæknastofa landsins og býður upp á þjónustu á helstu sviðum tannlækninga. Hlýja sinnir öllum aldurshópum og sérhæfir sig í þjónustu við börn og einstaklinga með sérþarfir.

APOTEK HOTEL

APOTEK HOTEL er staðsett í húsnæði fyrrum apóteks og einni glæsilegustu byggingu Reykjavíkur. Var því við hæfi að grafíkin byggði á húsinu sjálfu og glæsileikanum sem APOTEK HOTEL stendur fyrir.

Barnaþing

Aldeilis auglýsingastofa vann kynningarefni fyrir Barnaþing sem haldið var í Hörpu í nóvember 2019. Umboðsmaður barna boðar til þingsins annað hvert ár, þar sem farið er yfir stöðu og þróun í mikilvægum málefnum barna. Unnið var að strategíu, mörkun fyrir þingið, uppsetningu á öllu efni ásamt því að sinna almannatengslum.

Barnaheill

Stöðvum stríð gegn börnum er 100 ára afmælisátak Barnaheilla – Save the Children. Markmið átaksins er að vekja athygli á aðstæðum barna á stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi og Jemen og að fjármagna verkefni sem styðja við þessi börn. Hugmyndin var að spegla íslenskan veruleika við veruleika þessara barna. Aðkoma Aldeilis var strategía, hugmyndavinna og framleiðsla alls kynningarefnis átaksins.

RIFF

Árið 2019 hönnuðum við markaðsefni fyrir hina árlegu kvikmyndahátíð RIFF. Reykjavík International Film Festival skipar stóran sess í íslensku menningarlífi og vex með ári hverju. Með skírskotun til þessa og logo hátíðarinnar framleiddum við gullsleginn lunda. Ef vel er aðgáð má sjá að hann svífa yfir efnið á sínum fögru film-fiðruðu vængjum.