Skip to content

Category: Auglýsingar

Hlýja

Hlýja er ein stærsta tannlæknastofa landsins og býður upp á þjónustu á helstu sviðum tannlækninga. Hlýja sinnir öllum aldurshópum og sérhæfir sig í þjónustu við börn og einstaklinga með sérþarfir.

APOTEK HOTEL

Við fengum að útfæra mörkun APOTEK HOTEL, sem er hýst í fyrrum apóteki, í einni glæsilegustu byggingu Reykjavíkur. Grafíkin byggir á húsinu sjálfu og glæsileikanum sem APOTEK HOTEL stendur fyrir.

Barnaþing

Aðkoman Click edit button to change this text. Lorem ipsum

Barnaheill

Stöðvum stríð gegn börnum er 100 ára afmælisátak Barnaheilla – Save the Children. Markmið átaksins er að vekja athygli á aðstæðum barna á stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi og Jemen og að fjármagna verkefni sem styðja við þessi börn. Hugmyndin okkar var aða spegla íslenskan veruleika við veruleika þessara barna.
Okkar aðkoma var að strategíu, hugmyndavinnu og svo framleiðslu á öllu kynningarefni átaksins.

RIFF

Árið 2019 hönnuðum við markaðsefni fyrir hina árlegu kvikmyndahátíð RIFF. Reykjavík International Film Festival skipar stóran sess í íslensku menningarlífi og vex með ári hverju. Með skírskotun til þessa og logo hátíðarinnar framleiddum við gullsleginn lunda. Ef vel er aðgáð má sjá að hann svífa yfir efnið á sínum fögru film-fiðruðu vængjum.

Saffran

Við unnum herferðina Einstakur bragðheimur fyrir Saffran sumarið 2019. Markmiðið var að minna fólk rækilega á það fyrir hvað Saffran stendur: ferskan, kraftmikinn og heilsusamlegan mat. Með því að myndgera þau fersku hráefni sem fara í matargerðina náum við að skapa hughrif hjá fólki milli Saffran og ferksleika, krafts og heilsu. Maturinn á Saffran hefur ávallt verið frábær og samhliða endurmörkun vörumerkisins bjóðum við fólki að stíga inn í og upplifa einstakan bragðheim Saffran.

Flöskur í sjávarríki Íslands

Hugmyndin byggði á skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem spáði því að með sömu þróun yrði árið 2050 jafnmikið af plasti og fiski í sjónum í kílóum talið. Þessi ógnvænlega þróun var myndgerð með þeirri hugmynd að plastflöskur myndu leysa af fiskinn í sjónum ef við næðum ekki að snúa þessari þróun við.

Treo

Hugarró kallaðist þetta skemmtilega verkefni. Markmiðið með verkefninu var að auka vitund um undralyfið TREO meðal yngri viðskiptavina með efni sem væri einfalt en þó eftirtektarvert.

E.Finnsson

Það þekkja allir E. Finnsson. Við fengum það skemmtilega verkefni að breikka vörulínuna með hönnun á útliti umbúða fyrir E. Finnsson majónes. Útkomuna finnur þú í næstu matvöruverslun.