Skip to content

Category: Mörkun

Design District

Design District Reykjavík er sameiginlegur vettvangur hönnuða á Íslandi. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar um hönnuðina, hvar megi skoða og nálgast verkin þeirra. Aldeilis auglýsingastofa annaðist hönnun, mörkun, vefvinnslu og samfélagsmiðla.

Kraftur Kötlu

Kraftur Kötlu er styrktar- og menntasjóður fyrir börn og fjölskyldur þeirra í þróunarlöndum. Sjóðurinn er minningarsjóður Kötlu Rúnar sem lést ung að aldri. Minning Kötlu er fólgin í sameiningakrafti, miðlun hjálpar og skilningi á misræmi tækifæra.

Hótel Vík

Í hönnunarferlinu var leitað í náttúruperlur svæðisins. Þar efst á baugi eru Reynisdrangar sem vekja hughrif allra sem bera augum. Voru þeir því leiðarljós merkisins, hvort heldur í hönnun merkis eða lit þess.

Barnaþing

Aðkoman Click edit button to change this text. Lorem ipsum

RIFF

Árið 2019 hönnuðum við markaðsefni fyrir hina árlegu kvikmyndahátíð RIFF. Reykjavík International Film Festival skipar stóran sess í íslensku menningarlífi og vex með ári hverju. Með skírskotun til þessa og logo hátíðarinnar framleiddum við gullsleginn lunda. Ef vel er aðgáð má sjá að hann svífa yfir efnið á sínum fögru film-fiðruðu vængjum.

Saffran

Við unnum herferðina Einstakur bragðheimur fyrir Saffran sumarið 2019. Markmiðið var að minna fólk rækilega á það fyrir hvað Saffran stendur: ferskan, kraftmikinn og heilsusamlegan mat. Með því að myndgera þau fersku hráefni sem fara í matargerðina náum við að skapa hughrif hjá fólki milli Saffran og ferksleika, krafts og heilsu. Maturinn á Saffran hefur ávallt verið frábær og samhliða endurmörkun vörumerkisins bjóðum við fólki að stíga inn í og upplifa einstakan bragðheim Saffran.

Kjötkompaní

Frá stofnun Kjötkompaní höfum við í nánu samstarfi mótað stefnu vörumerkisins. Eftir 9 ára ferðalag er Kjötkompaní nú ein vinsælasta sælkeraverslun landsins og vörumerki sem flestir þekkja og tengja við gæði og þjónustu.

Pítan

Við fengum að taka þátt í mörkun Pítunnar ásamt mörgu öðru. Meðal þess var herferðin Pítupartý.