Skip to content

Category: Mörkun

Ali matvörur

Í áralöngu samstarfi við Ali matvörur, hefur hönnunarteymi Aldeilis tekið þátt í útlitshönnun umbúða fyrir nýjar vörur og unnið endurmörkun á nokkrum af mest seldu vörum þeirra.

Vogabær

Vogaídýfur eru ástsælar ídýfur hjá Íslendingum. Hönnunarteymi Aldeillis klæddi dýfurnar í uppfærðan búning. Hönnunin var gerð með virðingu fyrir eldra útliti og auðkennilegri ásýnd leyft að skína í gegn. Á samfélagsmiðlum fékk Vogaídýfa litríka, grípandi og hressa ímynd. Njótið!

Design District

Design District Reykjavík er sameiginlegur vettvangur hönnuða á Íslandi. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar um hönnuðina, hvar megi skoða og nálgast verkin þeirra. Aldeilis auglýsingastofa annaðist hönnun, mörkun, vefvinnslu og samfélagsmiðla.

Kraftur Kötlu

Kraftur Kötlu er styrktar- og menntasjóður fyrir börn og fjölskyldur þeirra í þróunarlöndum. Sjóðurinn er minningarsjóður Kötlu Rúnar sem lést ung að aldri. Minning Kötlu er fólgin í sameiningakrafti, miðlun hjálpar og skilningi á misræmi tækifæra.

Hótel Vík

Í hönnunarferlinu var leitað í náttúruperlur svæðisins. Þar efst á baugi eru Reynisdrangar sem vekja hughrif allra sem bera augum. Voru þeir því leiðarljós merkisins, hvort heldur í hönnun merkis eða lit þess.

Barnaþing

Aldeilis auglýsingastofa vann kynningarefni fyrir Barnaþing sem haldið var í Hörpu í nóvember 2019. Umboðsmaður barna boðar til þingsins annað hvert ár, þar sem farið er yfir stöðu og þróun í mikilvægum málefnum barna. Unnið var að strategíu, mörkun fyrir þingið, uppsetningu á öllu efni ásamt því að sinna almannatengslum.

RIFF

Árið 2019 hönnuðum við markaðsefni fyrir hina árlegu kvikmyndahátíð RIFF. Reykjavík International Film Festival skipar stóran sess í íslensku menningarlífi og vex með ári hverju. Með skírskotun til þessa og logo hátíðarinnar framleiddum við gullsleginn lunda. Ef vel er aðgáð má sjá að hann svífa yfir efnið á sínum fögru film-fiðruðu vængjum.

Saffran

Við unnum herferðina Einstakur bragðheimur fyrir Saffran sumarið 2019. Markmiðið var að minna fólk rækilega á það fyrir hvað Saffran stendur: ferskan, kraftmikinn og heilsusamlegan mat. Með því að myndgera þau fersku hráefni sem fara í matargerðina náum við að skapa hughrif hjá fólki milli Saffran og ferksleika, krafts og heilsu. Maturinn á Saffran hefur ávallt verið frábær og samhliða endurmörkun vörumerkisins bjóðum við fólki að stíga inn í og upplifa einstakan bragðheim Saffran.

Kjötkompaní

Frá stofnun Kjötkompaní höfum við í nánu samstarfi mótað stefnu vörumerkisins. Eftir 9 ára ferðalag er Kjötkompaní nú ein vinsælasta sælkeraverslun landsins og vörumerki sem flestir þekkja og tengja við gæði og þjónustu.

Pítan

Við fengum að taka þátt í mörkun Pítunnar ásamt mörgu öðru. Meðal þess var herferðin Pítupartý.