Laugar Spa Organic Skincare

Aldeilis fékk það hlutverk að hanna nýju vörulínuna fyrir Face Body Home, ásamt því að skerpa á vörumerkinu Laugar Spa Organic Skincare. Laugar Spa línan er hrein, náttúruleg og UNISEX. Vörurnar eru unnar úr lífrænum hráefnum

Sýrður rjómi

Hönnunarteymi Aldeilis klæddi sýrða rjómann, frá Mjólku, í uppfærðan búning. Káta kýrin fékk stærra hlutverk og litagleðin nýtur sín áfram. Habanero bragðbættur sýrður rjómi sem er nýjasta viðbótin, hlaut einnig skemmtilega ásýnd.

Kjötkompaní ólífuolíur

Aldeilis hefur unnið með Kjötkompaní frá stofnun vörumerkisins fyrir 11 árum. Ítalíu-vörulínan er eitt af því besta sem Kjötkompaní býður upp á og nú hafa hágæða ólífuolíur bæst í vöruúrvalið.

Aldeilis hannaði vörumerkinguna og kassann sem fylgir olíunum.

Sunnudagaskóli Kirkjunnar

Aldeilis sá um hönnun og teikningu myndefnis fyrir sunnudagaskóla Kirkjunnar. Grunnhugmyndafræði myndarinnar byggir á kærleika, litríkum fjölbreytileika og ekki síst gleði. Viðbrögðin létu á ekki sér standa.

World Class strætó

Aldeilis vann hugmyndavinnuna og hönnunina fyrir skemmtilega herferð World Class – í formi strætóvagns. Vagninn var heilmerktur að utan og skreyttur að innan með lóðum og lyftingastöngum. Samtímis var samfélagsmiðlaleikur settur í gang þar sem fólk var hvatt til að taka ljósmynd af World Class-vagninum, yrði hann á vegi þeirra, og deila.

Ráðherrann

Sjónvarpsþættirnir Ráðherrann, sem framleiddir eru af Sagafilm, verða frumsýndir í september 2020. Aldeilis sá um hönnun og framleiðslu markaðsefnis þáttanna.

Kirkjan

Myndskreyttur heimur Kirkjunnar. Aldeilis auglýsingastofa fékk hið bráðskemmtilega verkefni að myndskreyta páska- og sumarkveðju Kirkjunnar til íslensku þjóðarinnar. Svo mikið er víst að kveðjurnar skiluðu sér, enda fengu heilsíðurnar og kápan heilmikla athygli í þjóðfélaginu.

Menntamálaráðuneytið

Á fordæmalausum tímum og breyttum aðstæðum hjá stórum hópi fólks, buðu skólar landsins upp á fjölbreytt sumarnám fyrir alla aldurshópa. Aldeilis auglýsingastofa fékk hlutverkið að hanna sameiginlegan hatt fyrir skólana, þvert á námstig, fyrir Menntamálaráðuneytið. Herferðin, Sumarnám 2020, fékk sannarlega blómstrandi fínan skrúða.

Ali matvörur

Í áralöngu samstarfi við Ali matvörur, hefur hönnunarteymi Aldeilis tekið þátt í útlitshönnun umbúða fyrir nýjar vörur og unnið endurmörkun á nokkrum af mest seldu vörum þeirra.

APOTEK HOTEL

APOTEK HOTEL er staðsett í húsnæði fyrrum apóteks og einni glæsilegustu byggingu Reykjavíkur. Var því við hæfi að grafíkin byggði á húsinu sjálfu og glæsileikanum sem APOTEK HOTEL stendur fyrir.