Ali matvörur

Í áralöngu samstarfi við Ali matvörur, hefur hönnunarteymi Aldeilis tekið þátt í útlitshönnun umbúða fyrir nýjar vörur og unnið endurmörkun á nokkrum af mest seldu vörum þeirra.

Vogabær

Vogaídýfur eru ástsælar ídýfur hjá Íslendingum. Hönnunarteymi Aldeillis klæddi dýfurnar í uppfærðan búning. Hönnunin var gerð með virðingu fyrir eldra útliti og auðkennilegri ásýnd leyft að skína í gegn. Á samfélagsmiðlum fékk Vogaídýfa litríka, grípandi og hressa ímynd. Njótið!

Design District

Design District Reykjavík er sameiginlegur vettvangur hönnuða á Íslandi. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar um hönnuðina, hvar megi skoða og nálgast verkin þeirra. Aldeilis auglýsingastofa annaðist hönnun, mörkun, vefvinnslu og samfélagsmiðla.

Kraftur Kötlu

Kraftur Kötlu er styrktar- og menntasjóður fyrir börn og fjölskyldur þeirra í þróunarlöndum. Sjóðurinn er minningarsjóður Kötlu Rúnar sem lést ung að aldri. Minning Kötlu er fólgin í sameiningakrafti, miðlun hjálpar og skilningi á misræmi tækifæra.

Aldeilis

Áherslur Aldeilis eru töluvert breyttar frá forvera þess, markaðsstofunni Hype. Okkur fannst mikilvægt að setja íslenskt nafn á stofuna og uppfæra ímyndina í takt við metnað og framtíðarsýn stofunnar. Einnig var lagt upp með að reyna að ná fram aðgreiningu sem og tengingu við húsnæðið okkar á Hverfisgötu, sem við fluttum inn í árið 2018.

Hótel Vík

Í hönnunarferlinu var leitað í náttúruperlur svæðisins. Þar efst á baugi eru Reynisdrangar sem vekja hughrif allra sem bera augum. Voru þeir því leiðarljós merkisins, hvort heldur í hönnun merkis eða lit þess.

Hlýja

Hlýja er ein stærsta tannlæknastofa landsins og býður upp á þjónustu á helstu sviðum tannlækninga. Hlýja sinnir öllum aldurshópum og sérhæfir sig í þjónustu við börn og einstaklinga með sérþarfir.

APOTEK HOTEL

APOTEK HOTEL er staðsett í húsnæði fyrrum apóteks og einni glæsilegustu byggingu Reykjavíkur. Var því við hæfi að grafíkin byggði á húsinu sjálfu og glæsileikanum sem APOTEK HOTEL stendur fyrir.

E. Finnsson

Það þekkja allir E. Finnsson. Við fengum það skemmtilega verkefni að breikka vörulínuna með hönnun á útliti umbúða fyrir E. Finnsson majónes. Útkomuna finnur þú í næstu matvöruverslun.

Kjötkompaní

Frá stofnun Kjötkompaní höfum við í nánu samstarfi mótað stefnu vörumerkisins. Eftir 9 ára ferðalag er Kjötkompaní nú ein vinsælasta sælkeraverslun landsins og vörumerki sem flestir þekkja og tengja við gæði og þjónustu.