Tuborg Classic

Tuborg Classic er vel þekktur af íslenskum bjórunnendum. Þótti því við hæfi í markaðsefninu að innleiða hann í sígilda íslenska staðhætti. Aldeilis auglýsingastofa annaðist hugmyndavinnu, sköpun ímyndar og útlit auglýsingarefnis Tuborg Classic á Íslandi. Teikningin er eftir Snorra Eldjárn.

Umhyggja á Everest

Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson klifu upp á topp Everest til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna.

Félagið styður við fjölskyldur m.a. með beinum fjárstyrkjum, ókeypis sálfræðiþjónustu, markþjálfun og lögfræðiþjónustu.

Aldeilis tók þátt í verkefninu og lagði til grafíska hönnun og aðstoð við umsjón samfélagsmiðla.

E. Finnsson

Sósurnar frá E. Finnsson þekkja flestir íslendingar. Á nokkura ára samstarfi hefur Aldeilis hannað markaðsefni og auglýsingar, ásamt því að sjá um samfélagsmiðla fyrir vörumerkið.

Kjötkompaní

Frá stofnun Kjötkompaní höfum við í nánu samstarfi mótað stefnu vörumerkisins. Eftir 11 ára ferðalag er Kjötkompaní nú ein vinsælasta sælkeraverslun landsins og vörumerki sem flestir þekkja og tengja við gæði og þjónustu.

Íslenski barinn

Íslenski barinn býður upp á afbragðs góðan mat og eitt stærsta úrval heims af íslenskum bjórum.
Aldeilis vann grafíska stefnu fyrir samfélagsmiðla Íslenska barsins útfrá núverandi myndmerki og ímynd, auk þess að framleiða girnilegt myndefni.

Menntamálaráðuneytið

Á fordæmalausum tímum og breyttum aðstæðum hjá stórum hópi fólks, buðu skólar landsins upp á fjölbreytt sumarnám fyrir alla aldurshópa. Aldeilis auglýsingastofa fékk hlutverkið að hanna sameiginlegan hatt fyrir skólana, þvert á námstig, fyrir Menntamálaráðuneytið. Herferðin, Sumarnám 2020, fékk sannarlega blómstrandi fínan skrúða.

Ali matvörur

Í áralöngu samstarfi við Ali matvörur, hefur hönnunarteymi Aldeilis tekið þátt í útlitshönnun umbúða fyrir nýjar vörur og unnið endurmörkun á nokkrum af mest seldu vörum þeirra.