Línan
Línan er glæsileg húsgagna- og hönnunarverslun staðsett í Kópavogi. Aldeilis setti upp vefsíðu og vefverslun Línunnar, auk þess að hanna markaðsefni fyrir samfélagsmiðla fyrirtækisins.
Nine Worlds
Nine Worlds er lúxus ferðaþjónustufyrirtæki undir hatti Iceland Travel. Vefsíða fyrirtækisins sinnir því hlutverki að veita fólki innblástur fyrir draumaferðina sína sem Nine Worlds getur látið verða að veruleika. Aldeilis auglýsingastofa hannaði og sá um uppsetningu vefsins.
UMI Hótel
UMI Hotel er glæsilegt hótel á Hvolsvelli. Aldeilis hannaði vef UMI Hotels, þar sem fallegt umhverfi og innviði hótelsins er í aðalhlutverki.
Bláa Lónið Ársskýrsla
Frá árinu 2015 höfum við í samstarfi við Bláa Lónið unnið að vefútgáfu ársskýrslu félagsins. Einnig höfum við unnið við uppsetningu á starfavef Bláa Lónsins þar sem finna má allar upplýsingar um vinnustaðinn, laus störf og umsóknarferli.
Design District
Design District Reykjavík er sameiginlegur vettvangur hönnuða á Íslandi. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar um hönnuðina, hvar megi skoða og nálgast verkin þeirra. Aldeilis auglýsingastofa annaðist hönnun, mörkun, vefvinnslu og samfélagsmiðla.
Kraftur Kötlu
Kraftur Kötlu er styrktar- og menntasjóður fyrir börn og fjölskyldur þeirra í þróunarlöndum. Sjóðurinn er minningarsjóður Kötlu Rúnar sem lést ung að aldri. Minning Kötlu er fólgin í sameiningakrafti, miðlun hjálpar og skilningi á misræmi tækifæra.
Aldeilis
Áherslur Aldeilis eru töluvert breyttar frá forvera þess, markaðsstofunni Hype. Okkur fannst mikilvægt að setja íslenskt nafn á stofuna og uppfæra ímyndina í takt við metnað og framtíðarsýn stofunnar. Einnig var lagt upp með að reyna að ná fram aðgreiningu sem og tengingu við húsnæðið okkar á Hverfisgötu, sem við fluttum inn í árið 2018.
Hlýja
Hlýja er ein stærsta tannlæknastofa landsins og býður upp á þjónustu á helstu sviðum tannlækninga. Hlýja sinnir öllum aldurshópum og sérhæfir sig í þjónustu við börn og einstaklinga með sérþarfir.
FVH
FVH er fagfélag háskólamenntaðs fólks í viðskipta- og hagfræði. Við smíðuðum fyrir félagið nýjan vef sem endurspeglar ásýnd og gildi þess.
Reykjavík Roasters
Hönnun og uppsetning á vefsíðu og vefverslun fyrir Reykjavík Roasters. Ferlið allt var skemmtileg áskorun við að skapa andlit vörumerkisins á netinu og endurspegla þar gildi og ásýnd fyrirtækisins. Reykjavik Roasters flytur inn fyrirtaksbaunir beint frá bónda, ristar þær af alúð og lagar úr þeim framúrskarandi kaffi.