Vefsíðugerð

Vefsíðugerð Aldeilis miðar að því að skapa stafrænar veflausnir sem tengja fallega hönnun saman við einfalda og þægilega notendaupplifun. Þessir þættir verða þó að fara saman við markaðslegar áherslur viðskiptavinarins og stuðla að árangri. 

WordPress vefir

Aldeilis vinnur allar vefsíður í WordPress vefumsjónarkerfinu sem er stærsta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag. WordPress er opið vefumsjónarkerfi sem er í stöðugri þróun og bregst því hratt við hröðum tæknibreytingum og breyttum kröfum internetsins. Ekki þarf að greiða aðgangsgjöld að kerfinu sjálfu. WordPress vefumsjónarkerfið er notendavænt og hægt að stilla á íslensku.