Vefsíðugerð

Í hverju felst vefsíðugerð Aldeilis? Við vinnum að því að skapa veflausnir sem tengja saman fallega hönnun og einfalda og þægilega notendaupplifun. Við nýtum menntun okkar og reynslu til að hver vefsíða úr okkar smiðju komi vel á framfæri markaðsáherslum viðskiptavina okkar. Hafðu samband með þitt verkefni og saman finnum við lausn við hæfi.

Þjónusta

WordPress vefir

Aldeilis vinnur allar vefsíður í WordPress vefumsjónarkerfinu sem er stærsta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag. WordPress er opið vefumsjónarkerfi sem er í stöðugri þróun og bregst því hratt við hröðum tæknibreytingum og breyttum kröfum internetsins. Ekki þarf að greiða aðgangsgjöld að kerfinu sjálfu. WordPress vefumsjónarkerfið er notendavænt og hægt að stilla á íslensku.