Vefsíðugerð

Aldeilis er alhliða auglýsingastofa sem sameinar afburða þekkingu á hefðbundnu markaðsstarfi og hinum nýja stafræna veruleika. Hvort sem það er heimasíða eða heilsíða. Markaðsgreining eða vinna með áhrifavöldum. Birtingar í Eurovision eða á Youtube. Logohönnun eða leitarvélarbestun.

WordPress vefir

Aldeilis vinnur allar vefsíður í WordPress vefumsjónarkerfinu sem er stærsta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag. WordPress er opið vefumsjónarkerfi sem er í stöðugri þróun og bregst því hratt við hröðum tæknibreytingum og breyttum kröfum internetsins. Ekki þarf að greiða aðgangsgjöld að kerfinu sjálfu. WordPress vefumsjónarkerfið er notendavænt og hægt að stilla á íslensku.