Aldeilis

Áherslur Aldeilis eru töluvert breyttar frá forvera þess, markaðsstofunni Hype. Okkur fannst mikilvægt að setja íslenskt nafn á stofuna og uppfæra ímyndina í takt við metnað og framtíðarsýn stofunnar. Einnig var lagt upp með að reyna að ná fram aðgreiningu sem og tengingu við húsnæðið okkar á Hverfisgötu, sem við fluttum inn í árið 2018.
Mörkun
Grafísk hönnun
Prentefni
Samfélagsmiðlar
Bein markaðssetning

Fyrir

Eftir

Skrifstofan

Jólakveðja Aldeilis 2019

Markmiðið var að sýna viðskiptavinum og samstarfsaðilum ást og umhyggju með sérsmíðuðu jólakorti sem náði að pakka samveru og núvitund í eitt umslag. 

Með vísun í húsnæðið og starfsfólkið er tengt sterkt við stofuna á persónulegum en frumlegum nótum. Að auki er kortið gagnvirkt jólaskraut sem getur sameinað vinnustaði og fjölskyldur við að klippa út, lita og jafnvel leika sér með það.