Merki Barnaþings er mótað úr fjórum myndtáknum. Fjöllin og náttúran eru tákn framtíðar landsins, krían er verndari ungviðis og er einnig myndmerki Umboðsmanns barna sem stendur fyrir þinginu. Hnefinn er svo tákn valdsins sem ungmennum gefst og krakkarnir við ræðupúltið sýna að hér eru það börnin sem fá að segja sína skoðun. Inntak merkisins má því draga saman í eina línu: Umboðsmaður barna boðar valdeflingu ungs fólks til að þau geti haft áhrif á framtíð sína sjálf.
@2024 Aldeilis auglýsingastofa ehf.
Kt: 410212-2180
Vsk nr. 110204