Hlýja

Hlýja er ein stærsta tannlæknastofa landsins og býður upp á þjónustu á helstu sviðum tannlækninga. Hlýja sinnir öllum aldurshópum og sérhæfir sig í þjónustu við börn og einstaklinga með sérþarfir.

Aðkoman

Mörkun
Kvikun
Prentefni
Vefhönnun
Vefvinnsla

Markaðsefni

Hlýja skapar sér aðgreiningu á markaði með öðruvísi og nútímalegri nálgun á rekstur tannlæknastofu. Allt markaðs- og prentefni tekur mið af þessari nálgun og miðlar faglegu, þjónustumiðuðu en umfram allt hlýju andrúmslofti.

Vefur

Vefhönnun og notendaupplifun vefsins tekur mið af því andrúmslofti sem Hlýja vill skapa viðskiptavinum sínum. Áhersla var lögð á að hafa starfsfólk í forgrunni og þá sér í lagi tannlæknana til að miðla persónulegu viðmóti. Niðurstaðan er stílhreinn og fallegur vefur.

Previous slide
Next slide