Menntamálaráðuneytið

Á fordæmalausum tímum og breyttum aðstæðum hjá stórum hópi fólks, buðu skólar landsins upp á fjölbreytt sumarnám fyrir alla aldurshópa. Aldeilis auglýsingastofa fékk hlutverkið að hanna sameiginlegan hatt fyrir skólana, þvert á námstig, fyrir Menntamálaráðuneytið. Herferðin, Sumarnám 2020, fékk sannarlega blómstrandi fínan skrúða.

Aðkoman

Hugmyndavinna
Hönnun
Textar
Kvikun
Auglýsingar
Samfélagsmiðlar

Blómstraðu í sumarnámi

Leitast var eftir innblæstri í litríkan stíl sem grípur augað. Tvívíð og abstrakt teiknuð element sem höfða til allra aldurshópa. Nýttir voru sumarlegir og glaðlegir litir til að skapa stemninguna sem fólk tengir við þennan árstíma.

Myndefnið er kynlaust og aldurslaust en hughrifin eru jákvæðni, bjartsýni, tækifæri, fjölbreytileiki og aðgengi.