Aðkoman

Hugmyndavinna
Framleiðslustjórn
Grafík
Textavinna
Kvikun
Við unnum herferðina Einstakur bragðheimur fyrir Saffran sumarið 2019. Markmiðið var að minna fólk rækilega á það fyrir hvað Saffran stendur: ferskan, kraftmikinn og heilsusamlegan mat. Með því að myndgera þau fersku hráefni sem fara í matargerðina náum við að skapa hughrif hjá fólki milli Saffran og ferksleika, krafts og heilsu. Maturinn á Saffran hefur ávallt verið frábær og samhliða endurmörkun vörumerkisins bjóðum við fólki að stíga inn í og upplifa einstakan bragðheim Saffran.

Mangó

Guli liturinn stendur fyrir alla skemmtilegu, sætu og bragðgóðu hlutina í lífinu. Eins og til dæmis mangóið í Mangókjúllanum.

Rauðlaukur

Allt frá upphafi hefur rauðlaukurinn verið hluti af hinum klassísku tandoori réttum á Saffran. Hann er töffari meðal grænmetis.

Chilli

Rauði liturinn minnir okkur á bragðsterkt chili-ið og paprikuna. Ögrandi og lystaukandi á allan hátt.

Pírí-Pírí

Saffran er ekki síst þekkt fyrir kraftmiklar og framandi sósur. Appelsínuguli liturinn tengir okkur við Piri piri kjúklinginn og öll bragðgóðu kryddin á Saffran.

Related Works