Aðkoman

Hugmyndavinna
Framleiðslustjórn
Grafík
Textavinna
Kvikun
Við unnum herferðina Einstakur bragðheimur fyrir Saffran sumarið 2019. Markmiðið var að minna fólk rækilega á það fyrir hvað Saffran stendur: ferskan, kraftmikinn og heilsusamlegan mat. Með því að myndgera þau fersku hráefni sem fara í matargerðina náum við að skapa hughrif hjá fólki milli Saffran og ferksleika, krafts og heilsu. Maturinn á Saffran hefur ávallt verið frábær og samhliða endurmörkun vörumerkisins bjóðum við fólki að stíga inn í og upplifa einstakan bragðheim Saffran.

Mangó

Guli liturinn stendur fyrir alla skemmtilegu, sætu og bragðgóðu hlutina í lífinu. Eins og til dæmis mangóið í Mangókjúllanum.

Rauðlaukur

Allt frá upphafi hefur rauðlaukurinn verið hluti af hinum klassísku tandoori réttum á Saffran. Hann er töffari meðal grænmetis.

Chilli

Rauði liturinn minnir okkur á bragðsterkt chili-ið og paprikuna. Ögrandi og lystaukandi á allan hátt.

Pírí-Pírí

Saffran er ekki síst þekkt fyrir kraftmiklar og framandi sósur. Appelsínuguli liturinn tengir okkur við Piri piri kjúklinginn og öll bragðgóðu kryddin á Saffran.

Endurmörkunin

Saffran gefur engan afslátt af nálgun sinni á hollustu og heilbrigðan lífsstíl. Unggæðingslegt yfirbragð, sterkir framandi litir og persónugerving hins ómótstæðilega ferska hráefnis fangar stemmninguna sem býr á Saffran. Hráefnin leika lykilhlutverk á Saffran. Þetta er vitundarvakning um grunngildi Saffran og kemur allt saman til að skapa algerlega Einstakan bragðheim.

Markmiðið með endurmörkuninni var að kjarna það sem vörumerkið Saffran stendur fyrir og tengja betur við lykilmarkhópinn og grunngildi Saffran. Að byggja upp stemmningu sem er ung, skemmtileg og íþróttatengd.