Þjóðleikhúsið

Aðkoman

Hugmyndavinna
Grafísk hönnun
Myndbandsvinnsla

Okkar nálgun

Við unnum kynningarefni fyrir sviðsetningu Þjóðleikhússins á Shakespeare verður ástfanginn, sem spunnið er frjálslega út frá ævi leikskáldsins William Shakespeare. Verkið er sannkölluð stórsýning þar sem fjölmargir leikarar og tónlistarmenn sameina krafta sína. Búningarnir og umgjörðin eru í stóru hlutverki og gera sýninguna að fallegu sjónarspili.

Markmiðið var að litríkir persónuleikarnir og búningarnir fengju að njóta  og að tvinna inn þemað „ástina“ á grípandi hátt. Saga Sig tók myndirnar. 

Hvernig er tilfinningin að vera ástfangin?

Verkið fjallar að stórum hluta um eldheita ást og fá því leikhúsgestir að upplifa ástina á hverri sýningu. En hvernig upplifa leikararnir tilfinninguna að vera ástfangin? Er hún eins og magakveisa?

Ástarbréf til leikhússins

Leikritið er óður til leiklistarinnar og listaheimsins og hefur verið kallað „ástarbréf til leikhússins.“

Perónurnar í leikverkinu eru litríkar og umgjörðin og búningarnir, sem allt er innblásið af Elísabetartímanum, er stórfenglegt. Saga Sig tók myndirnar fyrir kynningarefnið, sem allar draga fram það besta í hverri og einni persónu.