Leikritið er óður til leiklistarinnar og listaheimsins og hefur verið kallað “ástarbréf til leikhússins.”
Perónurnar í leikverkinu eru litríkar og umgjörðin og búningarnir, sem allt er innblásið af Elísabetartímanum, er stórfenglegt. Saga Sig tók myndirnar fyrir kynningarefnið, sem allar draga fram það besta í hverri og einni persónu.