Stofan
Aldeilis aðstoðar viðskiptavini sína við að setja og ná markaðslegum markmiðum. Hjá Aldeilis starfa átta einstaklingar með menntun og reynslu í markaðsfræði, vefsíðugerð, viðskiptafræði, verkfræði, grafískri hönnun og grafískri miðlun. Aldeilis auglýsingastofa er staðsett á Bankastræti 5 í Reykjavík.

Daníel
Imsland
HÖNNUNARSTJÓRI
Daniel er hornfirskasti hönnunarstjóri heims auk þess að vera einn af eigandum stofunnar. Hann útskrifaðist sem grafískur hönnuður árið 2009 frá Istituto Europe di design, á Ítalíu.
Óbilandi ástríða hans á hönnun, kvikmyndum og PS tölvuleikjum er uppspretta góðra verka og endalausra samtala. Ofar öllu er þó vert að nefna að Daníel er sjálfskipaður fyndnasti starfsmaður stofunnar.
Embla Ýr
Teitsdóttir
REKSTRARSTJÓRI
Embla er Reykjavíkurmær en alin upp í Tokyo. Hún heldur mikið upp á sushi og súmó jafnt sem kleinur og kókómjólk. Alla sína ævi hefur hún elskað bækur og útskrifaðist sem bókmenntafræðingur úr Háskóla Íslands en uppáhaldið hennar eru breskar og írskar bækur.
Í frítíma sínum finnst Emblu fátt betra en að stunda líkamsrækt, drekka kampavín og horfa á The Real Housewives.
Stefán Freyr
Björnsson
VEFSTJÓRI
Stefán er Hornfirðingur og einn af eigendum Aldeilis. Með mastersgráðunni hans í tæknistjórnun og rannsóknarreynslu í sjálfbæru fóðri fiskeldis – mátti seinna sjá að netið átti hug hans allan.
Hjá Aldeilis hefur hann yfirumsjón með vefþróun fyrir viðskiptavini – enda vefsíður nauðsynlegt fóður fyrir sérhvern farsælan rekstur.
Þyrí Imsland
GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR
Þyrí er hornfirskur selfyssingur og stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Fyrir utan brennandi áhuga á hönnun þjálfar Þyrí hópfimleika hjá Fimleikadeild Selfoss.
Þyrí er einnig sérlegur aðdáandi Buffy the vampire slayer þáttaraðanna og á sérsmíðan viðarfleyg eftir afa sinn.
Ísól Rut Reynisdóttir
SÉRFRÆÐINGUR Í MARKAÐSMÁLUM
Ísól útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur ferðast víða og elskar að taka myndir á ferðum sínum.
Fyrir utan brennandi áhuga á markaðsfræðinni semur hún tónlist og slær reglulega á létta strengi.
Bergur Ingi
Pétursson
FORRITARI
Bergur er hafnfirskur forritari og vefsmiður – og á fyrrgreindum sviðum býr hann yfir áratugareynslu. Svo haldbær er reynslan hans og þekking að hann hefur að auki tekið að sér kennslu og þjálfun.
Bergur keppti í sleggjukasti á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Það er því óhætt að segja að hann er sannkölluð sleggja!
Pétur Þór
Karlsson
GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR
Pétur er Reykjavíkurbarn en einnig teiknari, tölvuleikjafanatíkari, með blæti fyrir hrylling, og hlustar á óþolandi tónlist.
Pétur er teiknari með skapandi hugmyndir. Hann teiknar allt, frá landslögum til fantasíuvera, og elskar að skapa. Hryllingur mótaði huga Péturs, og hausinn er stöðugt á ferðinni að leita að nýjungum og óvenjulegum upplifunum.
Pétur hlustar á óþolandi tónlist en fer útum allt í tónlistarskalanum. Hann er sérstaklega hrifinn af þungri vagg og veltu og tónleikum sem skella býsna hart.
Þórdís Björk
Þórisdóttir
VEFSMIÐUR
Þórdís er Akureyringur og WordPressari með sérstakan áhuga á white space og góðri notendaupplifun.
Þórdís safnar pönk plötum og finnst fátt betra en góð bók.
Hafsteinn Þór
Þórðarson
GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR
Hafsteinn er fæddur í Reykjavík en Akureyringur í sálinni. Honum finnst gaman að fara í sund og að borða pizzu. Hafsteinn er með sterkar skoðanir, en þær eru ekki alltaf bundnar við hönnun – oftast er það þegar verið er að ræða bestu pizzustaðina í borginni.