Stofan
Aldeilis aðstoðar viðskiptavini sína við að setja og ná markaðslegum markmiðum. Hjá Aldeilis starfa átta einstaklingar með menntun og reynslu í markaðsfræði, vefsíðugerð, viðskiptafræði, verkfræði, grafískri hönnun og grafískri miðlun. Aldeilis auglýsingastofa er staðsett á Hverfisgötu 4 í Reykjavík.
Birgir Freyr
Hansson
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Birgir er Kópavogskúla og færasti framkvæmdastjóri Aldeilis. Hann er brautskráður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Þrátt fyrir lægstu aldurstöluna býr hann yfir víðfeðmri reynslu í heimi auglýsinganna.
Birgir hreyfir sig og munninn mikið – enda elskar hann mest að borða.
Daníel
Imsland
HÖNNUNARSTJÓRI
Daniel er hornfirskasti hönnunarstjóri heims auk þess að vera einn af eigandum stofunnar. Hann útskrifaðist sem grafískur hönnuður árið 2009 frá Istituto Europe di design, á Ítalíu.
Óbilandi ástríða hans á hönnun, kvikmyndum og PS tölvuleikjum er uppspretta góðra verka og endalausra samtala. Ofar öllu er þó vert að nefna að Daníel er sjálfskipaður fyndnasti starfsmaður stofunnar.
Sævar Már
Björnsson
FJÁRMÁLASTJÓRI
Sævar er Hornfirðingur í húð og hár, einn af eigandum Aldeilis og sinnir hlutverki fjármálastjóra. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá HÍ árið 2009. Hann hefur að baki haldbæra bókhaldsreynslu en að auki talar hann reiprennandi wordpress og vefur því listilega saman tveimur titlum hjá stofunni.
Sævar lyftir ekki bara grettistaki hjá Aldeilis heldur líka í líkamsræktinni. Nýverið tók Sævar við þriðja titlinum sínum þegar hann ættleiddi ferfætlinginn Brand.
Stefán Freyr
Björnsson
VEFSTJÓRI
Stefán er Hornfirðingur og einn af eigendum Aldeilis. Með mastersgráðunni hans í tæknistjórnun og rannsóknarreynslu í sjálfbæru fóðri fiskeldis – mátti seinna sjá að netið átti hug hans allan.
Hjá Aldeilis hefur hann yfirumsjón með vefþróun fyrir viðskiptavini – enda vefsíður nauðsynlegt fóður fyrir sérhvern farsælan rekstur.
Stefán er starfandi stjórnarmeðlimur í SVEF samtökum vefiðnaðarins.
Þyrí Imsland
HÖNNUÐUR
Þyrí er hornfirskur selfyssingur og stundar nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Fyrir utan brennandi áhuga á hönnun þjálfar Þyrí hópfimleika hjá Fimleikadeild Selfoss.
Þyrí er einnig sérlegur aðdáandi Buffy the vampire slayer þáttaraðanna og á sérsmíðan viðarfleyg eftir afa sinn.
Ísól Rut Reynisdóttir
VIÐSKIPTATENGILL
Ísól er viðskiptafræðingur og tónlistakona úr Kópavoginum. Hún hefur ferðast víða og elskar að taka myndir á ferðum sínum.
Fyrir utan brennandi áhuga á markaðsfræðinni semur hún tónlist og slær reglulega á létta strengi.
Þorsteinn Roy
Jóhannsson
LJÓSMYNDARI - TÖKUMAÐUR
Þorsteinn Roy er fjölmiðlafræðingur úr Öræfasveit og fjölhæfur fjallahlaupari. Hann þreytist því ekki á að þeytast um landið og fanga á filmu allt það fallegasta – og munar hann engu hvort úr verði mynd eða myndband.
Þorsteinn er sérlegur Thermos-kaffibrúsakarl, enda veit hann fátt betra en að sitja uppi á öræfum og sötra einn hlandvolgan.
Bergur Ingi
Pétursson
FORRITARI
Bergur er hafnfirskur forritari og vefsmiður – og á fyrrgreindum sviðum býr hann yfir áratugareynslu. Svo haldbær er reynslan hans og þekking að hann hefur að auki tekið að sér kennslu og þjálfun.
Bergur keppti í sleggjukasti á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Það er því óhætt að segja að hann er sannkölluð sleggja!