Kirkjan

Myndskreyttur heimur Kirkjunnar. Aldeilis auglýsingastofa fékk hið bráðskemmtilega verkefni að myndskreyta páska- og sumarkveðju Kirkjunnar til íslensku þjóðarinnar. Svo mikið er víst að kveðjurnar skiluðu sér, enda fengu heilsíðurnar og kápan heilmikla athygli í þjóðfélaginu.

Menntamálaráðuneytið

Á fordæmalausum tímum og breyttum aðstæðum hjá stórum hópi fólks, buðu skólar landsins upp á fjölbreytt sumarnám fyrir alla aldurshópa. Aldeilis auglýsingastofa fékk hlutverkið að hanna sameiginlegan hatt fyrir skólana, þvert á námstig, fyrir Menntamálaráðuneytið. Herferðin, Sumarnám 2020, fékk sannarlega blómstrandi fínan skrúða.

Ali matvörur

Í áralöngu samstarfi við Ali matvörur, hefur hönnunarteymi Aldeilis tekið þátt í útlitshönnun umbúða fyrir nýjar vörur og unnið endurmörkun á nokkrum af mest seldu vörum þeirra.

APOTEK HOTEL

APOTEK HOTEL er staðsett í húsnæði fyrrum apóteks og einni glæsilegustu byggingu Reykjavíkur. Var því við hæfi að grafíkin byggði á húsinu sjálfu og glæsileikanum sem APOTEK HOTEL stendur fyrir.

Barnaþing

Aldeilis auglýsingastofa vann kynningarefni fyrir Barnaþing sem haldið var í Hörpu í nóvember 2019. Umboðsmaður barna boðar til þingsins annað hvert ár, þar sem farið er yfir stöðu og þróun í mikilvægum málefnum barna. Unnið var að strategíu, mörkun fyrir þingið, uppsetningu á öllu efni ásamt því að sinna almannatengslum.

Barnaheill

Stöðvum stríð gegn börnum er 100 ára afmælisátak Barnaheilla – Save the Children. Markmið átaksins er að vekja athygli á aðstæðum barna á stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi og Jemen og að fjármagna verkefni sem styðja við þessi börn. Hugmyndin var að spegla íslenskan veruleika við veruleika þessara barna. Aðkoma Aldeilis var strategía, hugmyndavinna og framleiðsla alls kynningarefnis átaksins.

Þjóðleikhúsið

Aðkoman Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo. Okkar nálgun Við unnum kynningarefni fyrir sviðsetningu Þjóðleikhússins á Shakespeare verður ástfanginn, sem spunnið er frjálslega út frá ævi leikskáldsins William Shakespeare. Verkið er sannkölluð stórsýning þar sem fjölmargir […]

RIFF

Aðkoman Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo. Okkar nálgun Árið 2019 hönnuðum við markaðsefni fyrir hina árlegu kvikmyndahátíð RIFF.Reykjavík International Film Festival skipar stóran sess í íslensku menningarlífi og vex með ári hverju. Með skírskotun til […]

Saffran

Við unnum herferðina Einstakur bragðheimur fyrir Saffran sumarið 2019. Markmiðið var að minna fólk rækilega á það fyrir hvað Saffran stendur: ferskan, kraftmikinn og heilsusamlegan mat. Með því að myndgera þau fersku hráefni sem fara í matargerðina náum við að skapa hughrif hjá fólki milli Saffran og ferksleika, krafts og heilsu. Maturinn á Saffran hefur ávallt verið frábær og samhliða endurmörkun vörumerkisins bjóðum við fólki að stíga inn í og upplifa einstakan bragðheim Saffran.

Flöskur í sjávarríki Íslands

Hugmyndin byggði á skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem spáði því að með sömu þróun yrði árið 2050 jafnmikið af plasti og fiski í sjónum í kílóum talið. Þessi ógnvænlega þróun var myndgerð með þeirri hugmynd að plastflöskur myndu leysa af fiskinn í sjónum ef við næðum ekki að snúa þessari þróun við.