Íslenski barinn

Íslenski barinn býður upp á afbragðs góðan mat og eitt stærsta úrval heims af íslenskum bjórum.

Allianz 2021

Allianz vildi bjóða áhugasömum upp á þann möguleika að reikna út ávinning þess að leggja fyrir í séreignasparnað, og hvenær heppilegast væri að byrja.
Hönnunarteymið hjá Aldeilis kom að hugmynda- og textavinnu, ljós- og kvikmyndun sem og framleiðslu auglýsinganna.

Tuborg Classic

Tuborg Classic er vel þekktur af íslenskum bjórunnendum. Þótti því við hæfi í markaðsefninu að innleiða hann í sígilda íslenska staðhætti. Aldeilis auglýsingastofa annaðist hugmyndavinnu, sköpun ímyndar og útlit auglýsingarefnis Tuborg Classic á Íslandi. Teikningin er eftir Snorra Eldjárn.

Systrabönd

Sjónvarpsþættirnir, Systrabönd, voru framleiddir af Sagafilm og fengu verðskuldaða athygli landsmanna, vorið 2021. Aldeilis sá um hönnun á plakati fyrir erlendan markað auk intros.

Umhyggja á Everest

Sigurður B. Sveinsson og Heimir F. Hallgrímsson klifu upp á topp Everest til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna.

Félagið styður við fjölskyldur m.a. með beinum fjárstyrkjum, ókeypis sálfræðiþjónustu, markþjálfun og lögfræðiþjónustu.

Aldeilis tók þátt í verkefninu og lagði til grafíska hönnun og aðstoð við umsjón samfélagsmiðla.

E. Finnsson

Sósurnar frá E. Finnsson þekkja flestir íslendingar. Á nokkura ára samstarfi hefur Aldeilis hannað markaðsefni og auglýsingar, ásamt því að sjá um samfélagsmiðla fyrir vörumerkið.

Allianz

Séreignasparnaður Allianz. Tekin var sú ákvörðun að myndgera þá staðreynd að skyldulífeyrir á Íslandi er einungis 50% af mánaðarlegum tekjum.
Teymi Aldeilis kom að hugmyndavinnu og framleiðslu auglýsinganna.

Rauðvín og klakar

Rauðvín og klakar er tölvuleikjasería sem fór í loftið 2020. Í þáttunum spila þeir Steindi Jr, MVPete, Digital Cuz og Óli FKN Jó tölvuleiki yfir flösku af rauðvíni.

Aldeilis hannaði skjaldamerki fyrir sjónvarpsþáttaröðina, sem sýnd er á Twitch, Stöð 2 eSport og Vísi.

Kjötkompaní

Frá stofnun Kjötkompaní höfum við í nánu samstarfi mótað stefnu vörumerkisins. Eftir 11 ára ferðalag er Kjötkompaní nú ein vinsælasta sælkeraverslun landsins og vörumerki sem flestir þekkja og tengja við gæði og þjónustu.