Kjötkompaní

Frá stofnun Kjötkompaní höfum við í nánu samstarfi mótað stefnu vörumerkisins. Eftir 11 ára ferðalag er Kjötkompaní nú ein vinsælasta sælkeraverslun landsins og vörumerki sem flestir þekkja og tengja við gæði og þjónustu.

Menntamálaráðuneytið

Á fordæmalausum tímum og breyttum aðstæðum hjá stórum hópi fólks, buðu skólar landsins upp á fjölbreytt sumarnám fyrir alla aldurshópa. Aldeilis auglýsingastofa fékk hlutverkið að hanna sameiginlegan hatt fyrir skólana, þvert á námstig, fyrir Menntamálaráðuneytið. Herferðin, Sumarnám 2020, fékk sannarlega blómstrandi fínan skrúða.

Ali matvörur

Í áralöngu samstarfi við Ali matvörur, hefur hönnunarteymi Aldeilis tekið þátt í útlitshönnun umbúða fyrir nýjar vörur og unnið endurmörkun á nokkrum af mest seldu vörum þeirra.

Vogabær

Vogaídýfur eru ástsælar ídýfur hjá Íslendingum. Hönnunarteymi Aldeillis klæddi dýfurnar í uppfærðan búning. Hönnunin var gerð með virðingu fyrir eldra útliti og auðkennilegri ásýnd leyft að skína í gegn. Á samfélagsmiðlum fékk Vogaídýfa litríka, grípandi og hressa ímynd. Njótið!

Design District

Design District Reykjavík er sameiginlegur vettvangur hönnuða á Íslandi. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar um hönnuðina, hvar megi skoða og nálgast verkin þeirra. Aldeilis auglýsingastofa annaðist hönnun, mörkun, vefvinnslu og samfélagsmiðla.

Barnaheill

Stöðvum stríð gegn börnum er 100 ára afmælisátak Barnaheilla – Save the Children. Markmið átaksins er að vekja athygli á aðstæðum barna á stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi og Jemen og að fjármagna verkefni sem styðja við þessi börn. Hugmyndin var að spegla íslenskan veruleika við veruleika þessara barna. Aðkoma Aldeilis var strategía, hugmyndavinna og framleiðsla alls kynningarefnis átaksins.

RIFF

Aðkoman Okkar nálgun Árið 2019 hönnuðum við markaðsefni fyrir hina árlegu kvikmyndahátíð RIFF.Reykjavík International Film Festival skipar stóran sess í íslensku menningarlífi og vex með ári hverju. Með skírskotun til þessa og logo hátíðarinnar framleiddum við gullsleginn lunda. Ef vel er aðgáð má sjá að hann svífa yfir efnið á sínum fögru film-fiðruðu vængjum.